Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1333  —  468. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Hafa nefndinni borist umsagnir frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnuninni, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum eigenda sjávarjarða, Sjómannasambandi Íslands, Umhverfisstofnun og Viðskiptaráði Íslands.
    Frumvarpið varðar nýtt fyrirkomulag tilfærslna aflaheimilda til jöfnunaraðgerða, ívilnana og uppbóta sem stoð hafa í fiskveiðistjórnarlögum.
    Fram kom að viðfangsefni málsins hafi snertifleti við mál sem rædd eru í endurskoðunarnefnd sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og að nefnd sú ljúki væntanlega störfum áður en þing kemur saman í september.
    Leggur nefndin því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Róbert Marshall, Ólína Þorvarðardóttir og Helgi Hjörvar voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. júní 2010.



Atli Gíslason,


form., frsm.


Ásmundur Einar Daðason.


Margrét Pétursdóttir.



Ásbjörn Óttarsson.


Ragnheiður E. Árnadóttir.


Eygló Harðardóttir.