Ađrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Ţingskjal 1411, 138. löggjafarţing 506. mál: tekjuskattur (ívilnun vegna endurbóta og viđhalds íbúđarhúsnćđis).
Lög nr. 92 25. júní 2010.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, međ síđari breytingum (ívilnun vegna endurbóta og viđhalds).

1. gr.
     Viđ lögin bćtist nýtt ákvćđi til bráđabirgđa, svohljóđandi:
     Viđ álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskattsstofni skv. 1. tölul. og a-liđ 3. tölul. 61. gr. 50% af ţeirri fjárhćđ sem greidd er vegna vinnu án virđisaukaskatts sem unnin er á árunum 2010 og 2011, ađ hámarki 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuđum, vegna viđhalds og endurbóta á íbúđar- og frístundahúsnćđi til eigin nota. Heimild ţessi tekur einnig til viđhalds og endurbóta á útleigđu íbúđarhúsnćđi utan atvinnurekstrar ađ teknu tilliti til ţeirrar frádráttarheimildar sem gildir samtals um ţá vinnu sem greitt er fyrir innan ársins vegna framangreindra framkvćmda. Frádráttur hjóna og samskattađra einstaklinga skal koma til lćkkunar hjá ţeim sem hćrri hefur tekjuskattsstofninn.
     Frádráttur skv. 1. mgr. er háđur ţví skilyrđi ađ stađin hafi veriđ skil á fullgildum reikningum vegna endurgreiđslu virđisaukaskatts af sama tilefni ţar sem vinnuţáttur er samtals ađ lágmarki 50.000 kr., sbr. 42. gr. laga nr. 50/1988, um virđisaukaskatt, međ áorđnum breytingum. Ţá skal skila launamiđum eđa öđrum gögnum á ţann hátt sem ríkisskattstjóri ákveđur. Sćkja ţarf um frádráttinn samhliđa umsókn um endurgreiđslu á virđisaukaskatti á ţar til gerđu eyđublađi ríkisskattstjóra innan hvers árs fyrir sig og í síđasta lagi fyrir 1. febrúar áriđ 2011 vegna tekjuársins 2010 og 1. febrúar áriđ 2012 vegna tekjuársins 2011. Frádrátturinn ákvarđast og afmarkast viđ álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010 og álagningu 2012 vegna tekjuársins 2011, sbr. 98. gr., sbr. og 99. gr. Ráđherra er heimilt ađ setja í reglugerđ nánari ákvćđi um skilyrđi og framkvćmd frádráttar samkvćmt ţessu ákvćđi, m.a. um sundurliđun frádráttar vegna vinnu sem greidd er af húsfélögum vegna sameiginlegs viđhalds eigenda á íbúđarhúsnćđi í fjöleignarhúsum og um frádrátt eigenda íbúđarhúsnćđis sem leigt er út utan atvinnurekstrar.

2. gr.
     Lög ţessi öđlast ţegar gildi.

Samţykkt á Alţingi 16. júní 2010.