Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 705. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1511  —  705. mál.




Breytingartillaga



við till. til þál. um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 [í skýrslu á þskj. 1501].

Frá Sigurði Kára Kristjánssyni, Birgi Ármannssyni, Ólöfu Nordal,


Ragnheiði E. Árnadóttur, Einari K. Guðfinnssyni, Jóni Gunnarssyni,


Unni Brá Konráðsdóttur, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni,


Ásbirni Óttarssyni, Árna Johnsen, Tryggva Þór Herbertssyni,


Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Kristjáni Þór Júlíussyni,


Bjarna Benediktssyni og Pétri H. Blöndal.



    Eftirfarandi breyting verði á tillögugreininni:
    Við II. lið 8. mgr. bætist við nýr töluliður er verði 3. tölul., svohljóðandi: Sjálfstæð og óháð rannsókn sérstakrar rannsóknarnefndar sem rannsaka skuli embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna í útibúum Landsbanka Íslands hf. á Evrópska efnahagssvæðinu. Skal rannsóknarnefndin leggja mat á hvort einstakir ráðherrar eða embættismenn á þeirra vegum hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu fyrir íslenska ríkið og íslensku þjóðina og eftir atvikum leggja mat á hverjir bera á þeim ábyrgð. Að öðru leyti skal rannsóknin fara fram í samræmi við efni þingsályktunartillögu á þskj. 1315, 665. mál.

Greinargerð.


    Með breytingartillögu þessari er lagt til að til viðbótar þeim rannsóknum og stjórnsýsluúttektum sem þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leggur til að ráðist verði í verði embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda í Icesave-málinu og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld rannsökuð af sérstakri rannsóknarnefnd.
    Breytingartillagan er efnislega samhljóða þingsályktunartillögu sem flutningsmenn hafa þegar lagt fram á Alþingi, sjá þskj. 1315, 665. mál, og vísa þeir til þess ítarlega rökstuðnings sem fram kemur í greinargerð með þeirri tillögu.