Útgáfa vegabréfs til íslensks ríkisborgara

Fimmtudaginn 27. janúar 2011, kl. 10:36:57 (0)


139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

útgáfa vegabréfs til íslensks ríkisborgara.

[10:36]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það hefur aldrei staðið á innanríkisráðuneytinu í þessu efni að greiða fyrir málinu enda búið að gefa út ríkisfangsbréf. Viðkomandi einstaklingur hefur verið skráður í þjóðskrá. Spurningin hefur snúist um það eitt hver fari með forsjá viðkomandi barns og geti tekið við þessum gögnum fyrir hönd barnsins. Þetta snýst um það. Það snýst um forsjáraðilann. Við höfum átt í viðræðum við indversk stjórnvöld um það efni nákvæmlega, þannig að ekki rísi deilur um forsjá viðkomandi einstaklings. Það hefur aldrei staðið á innanríkisráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu í þessum efnum. Íslensk stjórnsýsla hefur gert allt sem í hennar valdi stendur til að greiða götu þessa máls.