Tilraun til njósna

Fimmtudaginn 27. janúar 2011, kl. 10:59:08 (0)


139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

tilraun til njósna.

[10:59]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er litlu við þetta að bæta af minni hálfu. Það hefur ekki verið talið eðlilegt að forsætisráðherra hafi afskipti af innri málum þingsins og yfirleitt eru gerðar athugasemdir við það ef svo fer. Það var ákvörðun forseta að gera þetta svona og eins og hún hefur rætt það við mig var það ósk og tilmæli lögreglunnar að það yrði gert með þessum hætti í öryggisskyni. Ég var aldrei um það spurð hvort upplýsa ætti þingmenn um þetta, hvort þetta ætti að ræðast í forsætisnefnd eða við hverja ætti að ræða um þetta mál. Einu afskipti mín snerta stjórnsýsluna eins og ég hef nefnt og á því máli var tekið þar.