139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framkvæmd kosningar til stjórnlagaþings, munnleg skýrsla innanríkisráðherra.

[12:28]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það sem ég er að benda á hér er málflutningur Sjálfstæðisflokksins í málinu. Hann verður auðvitað að bera ábyrgð á málflutningi sínum síðustu tvo til þrjá daga. Hefur sá málflutningur verið hófstilltur og yfirvegaður? Einkenndust fyrstu viðbrögð Sjálfstæðisflokksins, í ræðu hv. þm. Ólafar Nordal hér í fyrradag, af stillingu og yfirvegun? Fór hún þar fram á afsögn forsætisráðherra vegna málsins? Nei, hún gerði það ekki. En þegar hún hafði hugsað málið aðeins lengur og birtist í Kastljósinu um kvöldið snerist málið skyndilega um að hæstv. forsætisráðherra ætti að segja af sér vegna málsins, axla ábyrgð bara með einhverjum hætti.

Þetta er ekki málflutningur sem ber vitni um flokk sem er hæfur til að taka við stjórn landsins, því miður.