Framhald umræðu um skýrslu innanríkisráðherra

Fimmtudaginn 27. janúar 2011, kl. 13:35:37 (0)


139. löggjafarþing — 66. fundur,  27. jan. 2011.

framhald umræðu um skýrslu innanríkisráðherra.

[13:35]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég er hingað komin til að gera athugasemdir við það að umræðunni skuli núna vera lokið. Það eru enn þá fjölmargir þingmenn sem hafa áhuga á að tjá sig. Ég vil (Forseti hringir.) að það komi algjörlega skýrt fram …

(Forseti (ÁI): Forseti vill geta þess að umræðunni var frestað en henni er ekki lokið.)

Ókei, þá þakka ég kærlega fyrir. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þingmenn fái að tjá sig skýrt sem einstaklingar um skoðun sína á þessu máli.

(Forseti (ÁI): Þessum fundi er nú frestað til klukkan hálfþrjú vegna þingflokksfunda.)