Styrkir frá ESB

Fimmtudaginn 03. febrúar 2011, kl. 10:51:32 (0)


139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

styrkir frá ESB.

[10:51]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það er angi af sama máli sem ég vildi spyrja hæstv. utanríkisráðherra um og það varðar styrki sem íslenska ríkið hyggst eða hyggst ekki taka við frá Evrópusambandinu í tengslum við aðlögunarferlið og viðræðurnar við sambandið, IPA-styrki og TAIEX-styrki og hvað þeir heita. Það hefur verið nokkuð óljóst hver væri nákvæmlega staða þessara styrkjamála. Ég hef lesið í fjölmiðlum að gerð hafi verið samþykkt í ríkisstjórninni skömmu fyrir jól um tiltekna aðferð í því sambandi. Ég spyr hæstv. utanríkisráðherra: Hvernig standa málin í sambandi við þessa styrki? Verður sótt um styrki? Hver sækir um styrki? Hver á síðan að úthluta þeim og til hvaða verkefna?