Skipun stjórnlagaráðs

Miðvikudaginn 23. mars 2011, kl. 17:05:52 (0)


139. löggjafarþing — 98. fundur,  23. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er náttúrlega svo að núverandi ríkisstjórn er óalandi og óferjandi. Hér gerist það nánast einu sinni í viku að úrskurðir eða dómar koma sem sýna það að ríkisstjórnin brýtur lög í landinu. Hvar eigum við að byrja? Stjórnlagaþingsúrskurðurinn, neðri hluti Þjórsár vegna hæstv. umhverfisráðherra. Í dag er það hæstv. forsætisráðherra með jafnréttismálin. Núverandi ríkisstjórn verður dæmd af verkum sínum, hún verður dæmd frá völdum af dómstólum og þeim eftirlitsaðilum sem eiga að fylgjast með henni. Hversu lágt er hægt að leggjast? Af hverju reynir ríkisstjórnin ekki að standa með þjóð sinni að uppbyggingu í landinu, skapa atvinnu í stað þess að vera alltaf í blekkingaleikjum, ganga á svig við lög og láta dómstóla landsins dæma sig. Það er ömurlegt að verða vitni að þessu, líka út frá því að svo langt er frá hruni. Hér breytist ekki neitt.