Kynning fjármálaráðuneytisins á Icesave

Mánudaginn 28. mars 2011, kl. 15:30:57 (0)


139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

kynning fjármálaráðuneytisins á Icesave.

[15:30]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég bendi hv. þingmanni á að lesa vandlega skýrslu Seðlabankans, þar er minnst á samhengi Icesave-málsins og áætlanir um afnám hafta með tilteknum hætti og best að það tali fyrir sig. Það er heldur ekki tilviljun hvernig áætlunin er tímasett ef hv. þingmaður leiðir örlítið hugann að því. Það er ekki gert ráð fyrir því að hefjast handa fyrr en eftir nokkrar vikur og ekki kannski alveg að ástæðulausu sem það er þannig.

Varðandi hitt málið vona ég að ég hafi þá svarað hv. þingmanni með fullnægjandi hætti og hann getur þá dregið allar áhyggjur sínar til baka varðandi það að það standi til, hafi staðið til, að með nokkrum hætti sé óeðlilega staðið að hlut fjármálaráðuneytisins i aðdraganda þess að Icesave-kosningin fer fram. Varla geta menn gagnrýnt það að ráðuneytið sem býr yfir langmestum upplýsingum, ber stjórnskipulega ábyrgð á þessu máli, var með samningana á sinni ábyrgð, að það leggi sitt af mörkum með þeim einfalda hætti að gera öll gögn sem liggja fyrir í málinu aðgengileg. (Forseti hringir.) Það er það sem við erum að gera.