Stjórn vatnamála

Fimmtudaginn 31. mars 2011, kl. 14:09:08 (0)


139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

stjórn vatnamála.

298. mál
[14:09]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég varpaði hér fram spurningu til hv. þm. Ólafs Þórs Gunnarssonar og kannski ekki nema von að hann geti ekki svarað henni. En spurningin er: Af hverju er Alþingi Íslendinga að láta leggja þessa pressu á sig, að hér sé eitthvað það á ferð sem verði að gerast á næsta klukkutíma eða svo?

Ég vil beina þeim tilmælum til hæstv. forseta að hann kalli eftir því að formaður umhverfisnefndar, hv. þm. Mörður Árnason, komi hér og svari því hverju það sæti að allt í einu er lögð svo mikil pressa á að ljúka þessu máli hér fyrir einhvern tiltekinn klukkutíma. Hann er ekki hér í húsi nú, ég hef gengið úr skugga um það. Ég óska eftir því að hann verði kallaður í hús til að gera þingheimi grein fyrir þeirri pressu sem lögð hefur verið á umhverfisnefnd í þessu máli.