Aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum

Fimmtudaginn 31. mars 2011, kl. 14:39:13 (0)


139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

aðkoma ríkisstjórnarinnar að kjarasamningum.

[14:39]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrir að taka að sér að koma boðum til síns fólks. Ég get alveg í sjálfu sér fallist á að það er betra að leyfa fundinum að ljúkast áður en fólk er kallað til, en í ljósi sögunnar á ég ekkert sérstaklega von á því að það verði miklar niðurstöður af þessum fundi. Ég mundi samt sem áður gjarnan vilja fá að heyra hverjar tillögur hæstv. ríkisstjórnar eru vegna þess að þrátt fyrir að aðilar nái kannski ekki saman tel ég það vera umræðuefni sem kemur þinginu mjög mikið við. Hér féll niður hálftímautandagskrárumræða vegna þess að framkvæmdarvaldið þurfti að halda fund og gerði það á þingtíma sem er í besta falli hlægilegt þegar haft er í huga að við erum alltaf að tala um að styrkja þurfi þingið. Dagskrá þingsins er sem sagt breytt vegna fundarhalda framkvæmdarvaldsins og þá bendi ég á að við eigum þarna lausan hálftíma sem við höfðum gert ráð fyrir að taka í utandagskrárumræðuna og væri kjörið að nýta til að fá upplýsingar um þessi fundarhöld framkvæmdarvaldsins.