Innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta

Fimmtudaginn 31. mars 2011, kl. 15:25:11 (0)


139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[15:25]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta viðskn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fór fram á það að hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra yrði viðstaddur þessa umræðu af augljósum ástæðum. Við erum búin að fara fram á að fá upplýsingar frá hæstv. ráðherra og hann opnaði á ýmislegt í svörum sínum í utandagskrárumræðu áðan. Hann tjáði skoðanir sínar varðandi sparisjóðina, sem er alveg algjörlega nauðsynlegt að ræða hér, en hann telur ekki ástæðu til að halda sparisjóðunum úti nema þeir hafi rekstrargrundvöll. Sömuleiðis upplýsti hæstv. ráðherra okkur loksins eftir allan þennan tíma um að hann hafi fundað með forsvarsmönnum (Forseti hringir.) Evrópusambandsins út af þessum málum. Við getum ekki rætt þetta, virðulegi forseti, nema hann sé til andsvara þegar við förum yfir málið.