Þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins

Fimmtudaginn 14. apríl 2011, kl. 12:11:05 (0)


139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

645. mál
[12:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum hér mjög stórt mál og mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort þessi tilskipun og innleiðing hennar, sem hér stendur fyrir dyrum, muni skerpa á verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga, ríkisfyrirtækja, lífeyrissjóða og fleiri opinberra aðila og svo einkaaðila sem eru með viðkomandi þjónustu. Það má segja að ríkið reki meira að segja hárgreiðslustofur inni á sjúkraheimilum þannig að þetta tekur til mjög margra þátta eins og bókhalds, hugbúnaðargerðar, lögfræðiþjónustu, vegagerðar, orkuframleiðslu til erlendrar stóriðju o.s.frv. — allt þetta er í dag á hendi opinberra aðila í samkeppni við einkaaðila. Mun þetta frumvarp, ef það verður að lögum, skerpa á aðgreiningu þarna á milli og hugsanleg útiloka ákveðna þjónustu sem opinberir aðilar og hálf-opinberir aðilar veita?