Þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins

Fimmtudaginn 14. apríl 2011, kl. 12:14:26 (0)


139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

645. mál
[12:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að ríki, sveitarfélög, lífeyrissjóðir og aðrir hafa óhemjumikið fjármagn á bak við sig, miklar eignir og í raun veð í vösum skattgreiðenda. Hvernig sér hæstv. ráðherra fyrir sér að hægt sé að takmarka áhrif þessa mikla fjármagns á samkeppni þegar menn eru að keppa við einkafyrirtæki og einkaaðila sem eru miklu veikari í þessum skilningi?