Fyrirkomulag umræðu um störf þingsins

Föstudaginn 15. apríl 2011, kl. 11:10:15 (0)


139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[11:10]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Ég vil bara nota þetta tækifæri til að lýsa eindregnum stuðningi mínum við hæstv. forseta við fundarstjórn. [Hlátur í þingsal.] Ég hvet hæstv. forseta til að halda þingsköp eins og hér hefur verið gert, halda áfram að ætlast til þess af mönnum að þeir virði tímamörk. (LRM: Dregurðu … til baka sem sagt?) Þannig er nefnilega mál með vexti að dagskrárliðurinn Störf þingsins hefur verið dálitlum erfiðleikum bundinn eins og hér kom réttilega fram en við höfum engu að síður bara takmarkaðan tíma. Og það verður að vera þannig þó að ekki sé öllu hægt að svara.

Það sem ég saknaði fyrst og fremst í dagskrárliðnum áðan var að fá ekki stjórnarliða hingað upp og fagna því að vantrauststillagan hefði komið fram vegna þess að þeir sögðu að hún mundi þjappa þeim saman. En ég varð ekki var við það í þeirra eigin orðum hér áðan.