Fjölmiðlar

Föstudaginn 15. apríl 2011, kl. 11:25:26 (0)


139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:25]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil nota þetta tækifæri og fá að þakka hv. menntamálanefnd fyrir öflugt og gott starf við meðferð þessa frumvarps sem auðvitað er viðamikið og efnismikið og hefur að sjálfsögðu vakið mikla umræðu enda eru í því mörg álitaefni. Ég vonast þó til þess að þetta frumvarp verði samþykkt. Ég held að í senn megi þar finna nokkuð sem við höfum undirgengist að gera, að innleiða tilskipun Evrópuþingsins um hljóð- og myndmiðlun en við erum líka að færa þar á einn stað heildarlöggjöf um alla fjölmiðla, prentmiðla, hljóð- og myndmiðla, þar sem mörkin eru auðvitað engin í nútímanum en líka ýmis nýmæli sem auka réttindi blaðamanna og fjölmiðlamanna. Ég lít á þetta sem áfanga í því að efla og bæta starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi og koma til móts við ýmsar þær ábendingar sem settar hafa verið fram, m.a. í rannsóknarskýrslu Alþingis, hvað varðar starfsumhverfi fjölmiðla. Ég lít á þetta sem áfanga á þessari leið ef frumvarpið verður samþykkt.