Landsdómur

Fimmtudaginn 05. maí 2011, kl. 11:38:46 (0)


139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[11:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja hv. framsögumann nefndarinnar hvort það hafi verið rætt í nefndinni að fyrir 15. maí nk. þurfi að kjósa landsdóm, þ.e. annan landsdóm vegna þess að lögin taka eingöngu til þess landsdóms, þ.e. þeirra sex einstaklinga, sem vinnur að þessu ákveðna máli. Til að tryggja að hér sé starfandi landsdómur til að taka við nýjum málum, ef upp skyldu koma, þarf væntanlega að kjósa nýjan landsdóm fyrir 15. maí, þ.e. fyrir lok næstu viku. Ég spyr hvernig hv. þingmaður sjái það fyrir sér að tveir landsdómar verði starfandi í landinu og hvort úrskurðir þeirra gætu á einhvern hátt skarast af því að þeir eru hvor um sig í reynd Hæstiréttur.