Endurútreikningur gengistryggðra lána

Þriðjudaginn 10. maí 2011, kl. 14:29:46 (0)


139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

endurútreikningur gengistryggðra lána.

[14:29]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er endalaust hægt að koma upp með stóryrði og stórar yfirlýsingar. Það sem okkur gekk til með setningu laganna og lá ljóst fyrir af öllum lögskýringargögnum og öllum umræðum í þinginu, var að ráða í leiðsögn Hæstaréttar úr tveimur dómum, 16. júní 2010 (Gripið fram í.) og 16. september 2010, og að reyna að leiða frá þeim almenna réttarreglu sem hægt væri að beita til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Þetta liggur algerlega ljóst fyrir. Einstakir skuldarar kunna að vilja sækja meiri rétt og þeim er það frjálst og lögin rýra í engu rétt þeirra til þess.

Það á ekki stöðugt að vera að fiska í gruggugu vatni og gefa fólki undir fótinn með röngum sakargiftum og röngum útleggingum á hlutunum. Það liggur alveg ljóst fyrir hvað löggjafinn ætlaði að gera og löggjafinn gerði það. Það hefur gengið afskaplega vel. Búið er endurreikna 80 þúsund lánasamninga, hv. þingmaður, 160 kvartanir eru hjá umboðsmanni skuldara. (Forseti hringir.) Það eru 0,2% af heildarfjölda allra þeirra lána sem hafa verið umreiknuð.