Barnalög

Þriðjudaginn 10. maí 2011, kl. 17:38:16 (0)


139. löggjafarþing — 120. fundur,  10. maí 2011.

barnalög.

778. mál
[17:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna þess að reynslan sýnir að mat dómarans hefur iðulega verið slæmt fyrir barnið og friðinn sem á að ríkja um það. Ég legg áherslu á að í þeim málum þar sem foreldrar deila um forræði yfir barni sínu eigi að leggja höfuðkapp á að stuðla að sátt, að hjálpa fólki til sáttar þannig að deilunum verði útrýmt. Það er hið framsækna verkefni. Ef hv. þingmanni finnst það svona afskaplega framsækið að fela dómara vald til að þröngva sinni lausn upp á þessa fjölskyldu þá er ég honum einfaldlega ósammála. Mér finnst það ekki vera neitt framsækið. Það er hins vegar framsækið að leggja aukið fjármagn og kalla til sérfræðinga til að hjálpa fólki (Forseti hringir.) að ná sátt í slíkum málum. Það er hið framsækna og (Forseti hringir.) ég óska eftir því að hv. þingmaður geri okkur grein fyrir þeirri framsækni sem hann þykist vera að tala fyrir.