Barnaverndarlög

Föstudaginn 20. maí 2011, kl. 11:16:22 (0)


139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

barnaverndarlög.

56. mál
[11:16]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um breytingar á barnaverndarlögum sem eru allar mjög til bóta. Félags- og tryggingamálanefnd stóð mjög einhuga að þessu máli og vann mjög einarðlega að því saman. Breytingarnar eru allar mjög til bóta, frumvarpið er mjög vel unnið og margar góðar réttarbætur þó að auðvitað séu ákveðin atriði, eins og t.d. verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, sem við hefðum gjarnan viljað hafa heldur fastari í forminu. Ég þakka hv. félags- og tryggingamálanefnd kærlega fyrir samvinnuna í þessu máli og vona svo sannarlega að málið fái einhuga samþykki í þinginu.