Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 12:45:12 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[12:45]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Málin eru ekki eins einföld og einhlít og hv. þingmaður heldur fram. Ég veit ekki betur en að varðandi þjóðlendurnar sé gert ráð fyrir því að tekjur af þeim renni til viðkomandi svæða. Það er frumvarp í þinginu um gjald á ferðamannastaði og ferðamenn sem er gert ráð fyrir að renni síðan sértækt á tilgreinda staði (Gripið fram í: Nei.) (Gripið fram í: Jú.) (Gripið fram í.) — það fer í sjóð sem deilir síðan út á tilgreinda staði. (Gripið fram í.) Já, já. Engu að síður er þarna um sértæka tekjuöflun að ræða sem á að ganga til sértækra verkefna.

Eins og ég segi má vel finna aðra útfærslu fyrir framkvæmdina á þessu ákvæði, mikil lifandis ósköp, þó að þarna sé (Gripið fram í.) ákveðin tillaga. Ég legg fram þessa stefnu til að þarna verði horft til sjávarbyggðanna, sérstaklega vítt og breitt um landið, í þessum efnum. Alþingi fær málið til meðferðar. (Forseti hringir.) Ef það er annarrar skoðunar og vill hafa þetta óbreytt eins og verið hefur verður það þannig. En þetta er mín skoðun.