Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 15:30:07 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[15:30]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég kemst nú ekki til að koma að öllum atriðum sem ég vildi gjarnan koma að en geri það þá í síðustu ræðu minni.

Það er eitt sem ég vildi spyrja hv. þingmann um sem er afstaða hans hrein og klár til eins og veiðigjaldsins, hvort sem það er núna 3 eða 4 milljarðar eða fer upp í 5 eða 6 með þessari hækkun, afstaða hans til þess að sveitarfélögin eða sjávarbyggðirnar eigi að fá hluta af þessu. Þetta veiðigjald er komið á og það er mjög sterk umræða um að það verði hækkað enn meira, sumir segja að útgerðin getið borið enn meira veiðigjald o.s.frv., en á þetta þá allt að renna í ríkissjóð? Mitt mat er að það eigi ekki að gera það. Hvar við síðan drögum þá línu um skiptinguna er svo aftur annað mál. En ég vildi gjarnan heyra hjá hv. þingmanni, því að ég veit að hann, eins og við (Forseti hringir.) fleiri, ber hag sjávarbyggðanna fyrir brjósti: (Forseti hringir.) Hvernig getum við þá nálgast það t.d. varðandi þetta atriði?