Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 16:52:25 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:52]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir að staðfesta að með því að úthluta þessum takmörkuðu gæðum með markaðslausnum eins og við í Samfylkingunni höfum lagt áherslu á (Gripið fram í.) ná menn auðvitað mestu út úr þessu. Hv. þingmaður hefur lagt til, eins og ég raunar sjálfur á æskuárum mínum, að ríkið eigi ekki að bjóða upp þessar heimildir heldur eigi fólk að fá þetta, hver íslenskur ríkisborgari fyrir sig, og geti ráðstafað því. Það er auðvitað sjónarmið í málinu en þótt það sé greinarmunur á almenningi og ríki nýtur almenningur þess auðvitað ef ríkissjóður hefur tekjur af auðlindinni. Til lengri tíma lækkar það þá skatta sem fólk og önnur fyrirtæki þurfa að borga í landinu. (Gripið fram í.)