Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 17:47:17 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:47]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Vafalaust má velta fyrir sér fleiri aðferðum eins og hv. þingmaður minntist á með vélarafl og annað því um líkt. Þessir minni bátar þurfa jú betra veður til að sækja á miðin, þeir telja sig þá verða á vissan hátt undir í þeirri samkeppni, það er sjónarmið. En þetta voru fyrst og fremst upplýsingar sem ég var að gefa.

Varðandi fjölda strandveiðileyfa, sem eru komin út og skiptast eins og hér hefur verið rakið, þá eru önnur svæði sem eiga eftir að koma inn. Það hagar bara þannig til að menn eru á einhverjum öðrum veiðum og koma seinna inn. En það var leitað álits með þá skiptingu milli svæða einmitt vegna umræðunnar um það, m.a. hjá Landssambandi smábátaeigenda sem taldi að rétt væri að hafa þá skiptingu sem þarna væri inni, m.a. miðað við þessa takmörkuðu aðstöðu.

Hins vegar er það klárt að úr þessari auðlind, takmörkuðu auðlind, fá ekki allir eins og þeir vilja. En þessi skipting (Forseti hringir.) á svæði hringinn í kringum landið (Forseti hringir.) hefur verið talin (Forseti hringir.) uppfylla þau skilyrði sem menn hafa viljað sætta sig við. Öllu þessu (Forseti hringir.) má breyta, frú forseti, en þetta er það sem hefur verið lagt til og fylgt.