Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 18:48:31 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:48]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil ítreka fyrri spurningu mína: Fáum við svör frá hæstv. forseta varðandi fjarveru ráðherra? Ég heyri að þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur tekið undir ósk mína varðandi forsætisráðherra. Ég held líka að það sé viðeigandi að fjármálaráðherra komi alla vega hingað og svari fyrir umsögn fjármálaráðuneytisins, hvað varðar þær aðfinnslur og aðdróttanir sem fjármálaráðuneytið hefur sett fram í umsögn fjárlagaskrifstofu um líkleg brot á stjórnarskránni.

Mér finnst það eðlileg og rökmæt krafa, og vel rökstudd, að þeir tveir ráðherrar sem hafa tjáð sig hvað mest um þessi hörmungarfrumvörp verði hér. Af hverju eru þeir ekki hér á þingi? Hvernig stendur á því? Átti ekki að efla löggjafarvaldið? Eða er það bara sagt á tyllidögum úr pontu? Ég fer fram á svör frá hæstv. forseta (Forseti hringir.) varðandi fjarveru ráðherra.