Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 18:53:37 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:53]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Stjórnarandstöðunni leiðist nú ekki að tala við sjálfa sig í þessum málþófsæfingum hér undir kvöldið. Þó að út af fyrir sig megi taka undir það að það sé tilhlökkunarefni að heyra hæstv. fjármálaráðherra mæla fyrir kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins við umræðuna er ástæða fyrir því að stjórnarliðar spara sig heldur í þessari umræðu, því að þetta er náttúrlega litla málið. Menn eru að bíða þess að hið stóra málið, Jónsbók sjálf, komist á dagskrá. Það er heildarkerfisbreytingin í kvótamálinu. Ég vil hvetja stjórnarandstöðuna til að tala út um þetta, hið minna málið, á kvöldinu og vera ekki að eyða tímanum í þetta málþóf svo að við getum farið að tala um stóru línurnar í málinu, í hinu stærra málinu sem er næst á dagskrá, virðulegur forseti. [Kliður í þingsal.]