Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 19:24:39 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[19:24]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Nú er ljóst að 1990–1991 störfuðu um 15 þúsund manns í atvinnugreininni en árið 2009 voru þeir komnir niður í 6 til 7 þúsund. Þetta stafar af því að sjávarútvegurinn hefur tæknivæðst og er hátæknivæddur matvælaiðnaður sem byggir grundvöll sinn ekki síst á markaði og verslun en ekki veiðum eins og hér virðist stundum vera aðalatriðið.

Þetta er takmörkuð auðlind en nú er til dæmis talið, á grundvelli einhverra kannana, að óhætt sé að auka aðganginn að þorski. Maður spyr hvort ekki sé líklegt að á næstu árum muni þessi þróun halda áfram, að það verði sífellt færri sem komi að þessari vinnslu, (Forseti hringir.) að það verði sífellt færra fólk sem vinnur við þetta. Við þurfum þá að leita annarra leiða til að byggja upp atvinnu á landsbyggðinni (Forseti hringir.) og hugsa ég til þessa veiðigjalds sem gæti komið þar við sögu.