Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 20:39:04 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:39]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli á því að það frumvarp sem við ræðum er ríkisstjórnarfrumvarp flutt samhljóða úr ríkisstjórninni og án athugasemda þar. Þetta er frumvarp sem er afgreitt af hálfu þingflokka beggja stjórnarflokkanna og auk þess erum við með til staðar þrjá hæstv. ráðherra ríkisstjórnarinnar og sagt í þennan hóp, ég vona að það fari ekki lengra, held ég að það séu einmitt þeir ráðherrar sem hvað öflugastir eru í sjávarútvegsmálum, (Gripið fram í.) alla vega hefur mér reynst það svo, þannig að ég sé ekki hvað við erum að tefja málið. Og að hafa utanríkisráðherra sér við hlið í sjávarútvegsmálum, ég get sagt ykkur að hann er betri en enginn. Ég vil því hvetja ykkur til að halda áfram í umræðunni núna og njóta þá hérvistar ráðherranna sem eru mættir.

Málið er að sjálfsögðu að öðru leyti á forræði hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í höndum þingsins.