Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 30. maí 2011, kl. 22:00:09 (0)


139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:00]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér þykir leitt að hafa orðið til að opinbera skoðanaágreining okkar félaganna í Sjálfstæðisflokknum í málunum sem hér eru til umræðu. Raunar vil ég leggja út af orðum félaga míns, hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar, þar sem hann harmaði að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði tekið þátt í umræðunni áðan, og segja að það er einfaldlega risinn upp ágreiningur á milli þingmanna Norðvesturkjördæmis, svo furðulegt sem það er nú, í sjávarútvegsmálum. Það hefur ekki oft gerst. Raunar gerðist annar atburður í kvöld sem er þess virði að minnast eftir umræðuna hér. Ég vænti þess að ágreiningur félaganna verði jafnaður. Ég hef ekki neina ástæðu til að ætla annað en við munum ná saman, ég og hv. þm. Ásbjörn Óttarsson, þegar líður á nóttina og menn fara að hrista úr sér mesta hrollinn vegna umræðunnar sem átt hefur sér stað.