Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 14:23:11 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[14:23]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem andsvarið er aðeins styttra mundi ég einmitt vilja renna í gegnum það sem kemur fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi meirihlutaálitið. Þar segir, með leyfi forseta:

„Meiri hluti starfshópsins telur rétt að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni sé ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins sé skýr. Samningarnir skulu m.a. fela í sér ákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila, kröfur til þeirra sem fá slíka samninga, tímalengd og framlengingu samninga, gjaldtöku, aðilaskipti, ráðstöfun, aflahlutdeilda sem ekki eru nýttar, meðferð sjávarafla o.fl.“

Ég var nýlega formaður nefndar um annað mjög umdeilt mál, sem er verðtryggingin. (Gripið fram í.) Í þeirri vinnu gerðum við ekki ráð fyrir því að við gætum náð einhverri tímamótasátt um svo stórt mál. Mér finnst því mjög athyglisvert hvernig menn hafa túlkað þessa niðurstöðu þegar mjög greinilega kemur fram í texta skýrslunnar að ekki var sátt um útfærsluna þó að menn hafi kannski verið sammála um að fara samningaleiðina. Talað er um 2–3 potta og 15–30 ár, sumir vildu framlengingu, aðrir voru ekki tilbúnir að taka undir það. (Forseti hringir.)