Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 14:29:36 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[14:29]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eftir að hafa hlýtt á ræðu hv. þingmanns líður mér eins og tveimur öðrum stórmennum, annars vegar hv. þm. Kristjáni Lúðvíki Möller og hins vegar Páli postula á leiðinni til Damaskus. Ég er lostinn ljósinu. (Gripið fram í: Mér líst vel á það.) Hann hefur talað til mín í gegnum tíðina, hv. þingmaður, (Gripið fram í.) og báðir tveir. Ég verð að segja að ég er mjög hrifinn af þeim tillögum sem hv. þingmaður hefur lýst sem stefnu Framsóknarflokksins, ekki síst eftir að hún reifaði stefnuna sem hún segir að hafi verið samþykkt að frumkvæði ungra framsóknarmanna. Ég tel að ýmsir ónefndir varaformenn í ónefndum stjórnmálaflokkum gerðu sér nú gott ef þeir kynntu sér til hlítar þá góðu stefnu. (BJJ: Búinn að því.)

Það sem mig langar til að spyrja hv. þingmann um er þetta: Telur hún ekki að á grundvelli stefnu Framsóknarflokksins sé hægt að ná saman um nokkuð pottþétt samkomulag til að leysa öll þau misklíðarefni sem komið hafa fram í umræðunni?