Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 16:01:38 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:01]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mæli enn með því að hv. þingmaður fari á mælendaskrá og ræði það frumvarp sem hér er á dagskrá og skiptist á skoðunum við okkur.

Það er margt hægt að segja um stóra frumvarpið. Fyrst hv. þingmaður opnaði á umræðu um það held ég að við þurfum að leita sátta, nákvæmlega það sem ég kom inn á áðan í máli mínu. Hver einasti hagsmunaaðili — þeir sem koma hér á eftir geta leiðrétt mig ef þarf — hefur mótmælt frumvarpinu og telur það ekki unnið á þeim grunni sem sáttanefndin náði.