Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 17:26:13 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:26]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er akkúrat það. Ég hefði þess vegna viljað að það væri grunnurinn þegar menn vilja gera breytingar á kerfinu. Ég hygg og það getur vel verið að við séum ekki hjartanlega sammála, ég og hv. þingmaður, ég geri ráð fyrir að við séum það ekki, að við eigum að ná eins mikilli hagkvæmni út úr greininni til hagsbóta fyrir okkur sem búum í landinu, að greinin skili okkur þeirri hagkvæmni að hún skili sér áfram í skatttekjum, í slætti í hagkerfinu, í óbeinum tekjum ýmiss konar, til okkar, hvar sem við búum í landinu, skiptir ekki máli hvar.

Ég ætla ekki að þreyta þingheim með því að minna á að Reykjavík er líka verstöð. En það er algjört aukaatriði í málinu þegar við lítum til heildarhagsmunanna og mér finnst algjört skilyrði að við horfum á málið út frá þeim. Ég sakna þess hins vegar að Reykjavík sé ekki nefnd sem mikilvæg verstöð í frumvarpi (Forseti hringir.) hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Vegna þess að ég vil leggja áherslu á þessa heildarhagsmuni (Forseti hringir.) ætla ég líka að láta það liggja á milli hluta.