Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 17:42:59 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:42]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þá inna hv. þingmann eftir því ef hann telur að óvissu í greininni sé um að kenna að ekki hafi verið fjárfest, hvaða skýringar hann hefur á því að eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í landinu fjárfesti nýlega fyrir um 11 milljarða í öðru sjávarútvegsfyrirtæki. Er skýringin sú að menn hafi trú á því frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi?

Ég vil líka spyrja hv. þingmann hvort hann telji að smábátaútgerð í landinu sé arðsöm fyrir þjóðarbúið. Og ef útreikningar í hagfræði sýndu að átta frystitogarar gætu veitt allan afla á Íslandsmiðum mundi hv. þingmaður telja að rétt væri fyrir þjóðarbúið að gera út með þeim hætti?