Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 18:25:26 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:25]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til að nýta þennan skamma tíma í andsvari til að spyrja hv. þm. Sigurð Inga Jóhannsson hvaða skoðun hann hafi á nýútkominni skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann. Í því frumvarpi sem hér er verið að fjalla um og í raun þeim fyrirætluðu breytingum ríkisstjórnarflokkanna á fiskveiðistjórnarkerfinu hefur sú gagnrýni verið hávær. Ég hef gagnrýnt það að verið sé að gera kerfisbreytingar sem munu ekki skila sér í aukinni hagræðingu í greininni. Nú kemur það í ljós í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika og seðlabankastjóri greindi reyndar frá því á blaðamannafundi í dag að menn þar á bæ hafa töluverðar áhyggjur af því hvað áhrif þessar væntanlegu breytingar muni hafa á viðskiptabankana.

Mig langar til að spyrja, virðulegi forseti, er klukkan eitthvað biluð?

(Forseti (ÁI): Nei, hún er rétt. Það er ein mínúta sem hv. þingmaður hefur.)

Fyrirgefðu. Mig langar að fá viðbrögð þingmannsins við því?