Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 20:34:50 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:34]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi ótti sem þú talar um, að heimildirnar fari í burtu, verður að raunveruleika út af 2. gr. í frumvarpi VG, þ.e. minna frumvarpinu. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða Alþingi upp á að það séu útfærsluatriði hvort hlutir séu stjórnarskrárbrot eða ekki, að grundvallarhlutur eins og framsalið sé útfærsluatriði. Það er ekki rétt að framsal sé leyft í stóra frumvarpinu, það er leyft að skipta á þorskígildum en það þjónar ekki því markmiði að hagræða, þ.e. að hagkvæmar útgerðir kaupi út þær óhagkvæmu. Það er eitt af grundvallaratriðunum til þess að þetta verði hagkvæmt kerfi, auðlindarenta myndist og hægt verði að skattleggja hana öllum Íslendingum til góða.