Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 21:35:20 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur kannski verið misskilningur hjá mér þegar ég taldi að þetta mundi eingöngu bitna á Austurlandi, að sjálfsögðu bitnar þetta á öllum kjördæmum. Ef það hefur verið óskýrt er það leiðrétt hér með. Austurland var mér ofarlega í huga eftir hinn góða fund sem við áttum áðan með aðilum þaðan. Við getum nefnt Eyjafjörðinn líka sem á gríðarlega mikið undir og Suðurlandið allt saman, Vesturlandið og Norðvesturlandið.

Eins og hv. þingmaður bendir á getur nýliðun í greininni einmitt orðið í nýsköpun. Hingað til hefur það verið þannig. Séu fjármunir dregnir út úr greininni er ég hræddur um að við munum ekki sjá eins mikla nýsköpun. Fyrirtæki sem hafa haft afkomu sína af því að þjónusta sjávarútvegsfyrirtækin munu missa vinnuna. (Forseti hringir.) Það er margt undir sem mér finnst reyndar ágætt að ræða þannig að það sé hægt að koma þessu á hreint.