Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 23:18:02 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:18]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er algjörlega sammála hv. þingmanni enda kemur einnig fram í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins hvernig við sjáum fyrir okkur að þessi aukning geti átt sér stað. Hér er horft á hvernig megi auka aflaheimildir í ákveðnum pottum þegar stofninn stækkar. Það er ekki ásættanlegt að miða við 160 þús. tonn, þ.e. þá stöðu sem er í dag, þegar við aukum aflaheimildirnar á ný. Við hljótum að þurfa að horfa á eitthvert meðaltal, eins og hv. þingmaður nefndi, eða ná einhvers konar samkomulagi um það hvaða aðra tölu á að nota.

Þetta er hins vegar mjög sérkennilegt, og beinlínis ósanngjarnt svo maður segi það bara, að miða við það þegar aflaheimildir eru í sögulegu lágmarki. Ég leyfi mér að segja að það sé varla (Forseti hringir.) heiðarlegt.