Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 31. maí 2011, kl. 23:46:21 (0)


139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:46]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru fjölbreytt viðhorf til fiskveiðistjórnar meðal þingmanna og þau eru greinilega ólík jafnt í stjórnarliði og stjórnarandstöðu. Það er t.d. eftirtektarvert að sjá hversu miklum aga hv. þm. Birkir Jón Jónsson þarf að beita sig til að reyna að finna löst á þeim mikla konfektmola sem hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er búinn að reiða fram fyrir hann og félaga hans í Framsóknarflokknum, því að þegar lesin er ályktun nýafstaðins fundar Framsóknarflokksins er þar öll atriði að finna í því frumvarpi sem nú er til umræðu og samhljómurinn algjörlega augljós.

Ég held því að ástæða sé til að hvetja hv. þingmann til að halda áfram því léttúðuga daðri sem hann hefur haft í frammi við hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hleypa þessu máli til nefndar og fjalla um það þar með opnum hætti (Forseti hringir.) og sjá hvort ekki sé hægt að komast að sameiginlegri niðurstöðu.