Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 16:20:25 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:20]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitt af þeim markmiðum sem fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna sem hér hafa tekið til máls, og hæstv. sjávarútvegsráðherra kom inn á það í ræðu sinni, er að auka og greiða fyrir nýliðun inn í kerfið með fyrirliggjandi breytingum. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún telji líklegt að það rót sem verið er að búa til í kerfinu sé líklegt til að greiða fyrir nýliðun, þetta séu líklegar aðgerðir til að fólk treysti þessu umhverfi og vilji setja tíma og vinnu og fjármagn í það að hasla sér völl í sjávarútvegi. Eða verður þetta til þess, eins og ég hræðist mjög mikið, að fæla hreinlega (Forseti hringir.) ungt fólk frá því að hasla sér völl í sjávarútvegi?