Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 17:13:45 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:13]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hlýt að taka undir þau sjónarmið sem fram komu í ræðu hv. þm. Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Það er með ólíkindum að þegar til umræðu eru frumvörp um grundvallarbreytingu eða byltingu á stjórnkerfi fiskveiða skuli hæstv. fjármálaráðherra ekki sjá sóma sinn í því að vera við umræðuna og taka til máls.

Við skulum ekki gleyma því að hæstv. forsætisráðherra hefur haft uppi miklar heitstrengingar um að þetta mál þurfi að klára fyrir sumarleyfi og hefur jafnvel hótað því að það verði boðað til sumarþings ef það tekst ekki fyrir 9. júní. Svo langt gekk hæstv. forsætisráðherra að þegar það komu andmæli frá hæstv. forseta Alþingis voru fluttar fréttir af því að hugsanlega yrði forseti Alþingis settur í skammarkrókinn og sendur í sumarfrí á meðan þingið kláraði umfjöllun um þetta mál. (Forseti hringir.) Þetta er sú áhersla sem hæstv. forsætisráðherra hefur lagt á (Forseti hringir.) afgreiðslu málsins, en lætur síðan ekki sjá sig við umræðuna. (Forseti hringir.) Það er ámælisvert, (Forseti hringir.) virðulegi forseti.