Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 17:48:02 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég átta mig fullkomlega á því að Landhelgisgæslan veit nákvæmlega hvar hver bátur er. Ef þeir eru hins vegar of margir, við skulum gefa okkur að 100 bátar á einu svæði lendi í vandræðum á sama hálftímanum, hver ætlar þá að bjarga þeim? Hvernig ætla menn að fara að því að ná í báta hingað og þangað um hafið í ofsaveðri og bjarga þeim þegar brotsjóir verða og annað slíkt?

Ég segi enn og aftur að mér finnst hv. þingmaður hafa oftrú á Landhelgisgæslunni. Hún er vissulega mjög góð, en þegar búnar eru til slíkar aðstæður með þessu frumvarpi að það eru fleiri hundruð eða þúsundir báta á sjó samtímis og lenda hugsanlega í mjög slæmum veðrum held ég að búið sé að keyra yfir getu Landhelgisgæslunnar.