Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 20:19:22 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:19]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er fullt af tækniatriðum sem snerta sjávarútveginn beint og eru aðrir þingmenn í betri færum en ég til að hafa skoðanir á því hvort miða eigi við 2.400 tonn eða 2.300 tonn. Ég verð að viðurkenna að vanþekking mín er þó nokkur á þeim hluta frumvarpsins. Þess vegna vil ég frekar leggja áherslu á að ekki séu of miklar tæknilegar útfærslur veittar ráðherra í þeim efnum. Ég held að þær heimildir sem ráðherra fær til útdeilingar, til að ákvarða kvótastærðir o.s.frv. séu of miklar í frumvarpinu. Ég held að miklu hyggilegra væri að dreifa valdi betur en gert er í frumvarpinu.