Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 20:30:22 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram fyrir ágætisræðu og heiðarlega og það er dálítið óvenjulegt. Nú er það svo að þau frumvörp sem við ræðum hérna virðast hafa það markmið að eyðileggja arðsemi íslensks sjávarútvegs. Þetta fyrra frumvarp sem er alls konar pottar og strandveiðar og ég veit ekki hvað, þar er tekið af hinum, minnkar arðsemina þar. Hitt frumvarpið bannar framsal sem er aðal íslensks sjávarútvegskerfis sem er arðsemin í kerfinu. Framsal er bara bannað í seinna frumvarpinu þannig að arðsemin er tekin burt. Er þá eitthvað lengur til skiptanna? Ég spyr. Ég spyr hv. þingmann af því að hann hefur áhuga á því að þjóðin fái arðinn: Er eitthvað varið í það að fá arð sem enginn er?