Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 20:38:54 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:38]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum rætt þetta mál í þrjá daga og núna er klukkan að verða 9 að kvöldi og þeir sem mestan þátt hafa tekið í umræðunni eru að verða framlágir (Gripið fram í.) þó svo að við fáum að vera á nefndafundi í fyrramálið. En ég ætlaði ekki að kvarta yfir vinnuálagi hér. Ég ætlaði aftur á móti að spyrja forseta hvort hann gæti beitt sér fyrir því að hér komi þeir ráðherrar og þeir þingmenn sem bera ábyrgð á þessu máli, t.d. eins og hæstv. forsætisráðherra, það væri voða gaman að sjá hana hérna einu sinni eða tvisvar eða fjármálaráðherra, (Forseti hringir.) sem mér skilst af fréttum að hafi tekið sér frí kl. 3 í dag.