Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 20:40:57 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú er mér vandi á höndum. Hæstv. sjávarútvegsráðherra er mættur í salinn og ég hélt síðari ræðu mína fyrir nokkru síðan. Þá var hann ekki viðstaddur, ég gat ekki séð það, og ég bar fram spurningu til hæstv. ráðherra. Hvað á ég nú að gera, herra forseti? Ég ætla að lauma spurningunni að núna í þessari umræðu um stjórn fundarins. Ég vildi fá að vita hvert væri markmiðið með fyrra frumvarpinu því að það stendur hvergi nokkurs staðar í frumvarpinu.