Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 21:23:20 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:23]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna þessu andsvari hv. þm. Ásbjörns Óttarssonar. Ég tel að við þurfum einmitt að fara sérstaklega varlega gagnvart þeim fyrirtækjum sem hafa unnið samkvæmt núgildandi lögum í greininni, hafa vissulega keypt sér aflaheimildir, aukið við sig aflaheimildum á undanliðnum árum og skuldsett sig sem því nemur. Það er að mörgu leyti ósanngjarnt að þessir aðilar sem hafa ekkert annað gert en að fara að landslögum eigi að líða hlutfallslega mest fyrir þær breytingar sem fram undan eru. Það þarf að skoða alveg sérstaklega.

Hinir sem hafa selt sig út úr greininni, sumir hverjir margsinnis, eiga auðvitað ekki að vera fyrsti kostur þegar kemur að strandveiðum. Pottarnir eru til að skapa nýliðun og þeir hljóta að verða til nýliðunar en ekki (Forseti hringir.) bakdyr fyrir þá sem hafa margsinnis selt sig út úr greininni.