Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 23:10:55 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:10]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem ég ræddi varðandi veiðigjaldið er rétt hjá hv. þingmanni. Við þekkjum það. Gleymum ekki sögunni á bak við veiðigjaldið eða auðlindagjaldið. Það var einmitt sett á í því augnamiði að skapa sátt um sjávarútveginn, að sjávarútvegurinn greiddi sérstakt gjald af auðlindinni vegna þess að auðlindin, og það er óumdeilt, er sameiginleg eign okkar eins og segir í 1. gr. núgildandi laga. Veiðigjaldið er því ekkert vandamál fyrir mig eða aðra sjálfstæðismenn. En það verður að vera partur af heildarlausninni. Það á ekki að krukka í því með annarri hendi og setja heildarlög með hinni.

Varðandi 2. gr. verð ég að svara því í síðara andsvari mínu.