Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 01. júní 2011, kl. 23:37:16 (0)


139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki nóg með það heldur stendur í þessari títtnefndu 32. gr.: „Lög þessi öðlast þegar gildi, …“ Og frumvörpin eru lögð fram núna væntanlega til þess að þau verði samþykkt, herra forseti. Ef þau verða samþykkt falla fyrri lögin úr gildi því að það stendur rétt á eftir „en jafnframt falla úr gildi lög nr. 116/2006, …“ Þannig að þau eru bara ekkert lengur í gildi og við erum búin að eyða 22 klukkutímum í að ræða þessa breytingu á lögunum sem falla þá úr gildi.

Alls konar ákvæði í lögum um að lög skuli endurskoða eftir þrjú ár og gera þetta eða hitt og hitt eða þetta, hafa ekkert gildi. Á morgun getur verið kominn nýr stjórnarmeirihluti á Alþingi og hann getur afnumið þessi lög um leið því að eitt Alþingi getur ekki tekið löggjafarvaldið af öðru Alþingi. Það segir stjórnarskráin.